Við höfnum leiðindum í matargerð
Vinna, borða, sofa. Endurtekið. Það er svo hrikalega auðvelt að detta inn í rútínu. Láta hvern dag einhvern veginn hnoðast inn þann næsta. Leyfa hverri máltíð að verða frekar þolanleg en ánægjuleg. Í uppskriftamöppunni kúra allar gömlu uppskriftir fjölskyldunnar og jafnvel þótt þig langi til, þá flögrarðu sjaldnast út fyrir þægindarammann. Og þar sem þú stendur yfir pottunum finnst þér sem þú hafir staðið nákvæmlega í þessum sporum svo óendanlega oft; verið þarna, gert þetta milljón sinnum áður. Svo líður hann hjá, þessi matmálstími eins og allir hinir. Vinna, borða, sofa. Endurtekið. Aftur og aftur ... og aftur ...
En nú bryddum við upp á nýjung! Leggðu aftur augun og ímyndaðu þér matarborðið hlaðið réttum, þar sem jafnvel ilmurinn einn freistar gestanna löngu áður en þeir setjast til borðs. Litríkir smáréttir og skálar fullar af spennandi meðlæti eru sem konfekt fyrir augað. Óvenjulegt og framandi bragð sem kitlar bragðlaukana og kallar fram bros á varir gestanna. Þetta er akkúrat það andrúmsloft sem þig langar að skapa fyrir fjölskylduna og vinina áður en þeir gleyma sér við hlátrasköll eða djúpar samræður. Matur getur töfrað fram sérstaka stemningu - en það er undir þér komið að búa hana til.
Þú hefur það á færi þínu að skapa akkúrat svona stemningu. Við hjá Santa Maria viljum aðstoða þig við undirbúninginn. Það er okkar markmið að hjálpa þér að uppgötva spennandi uppskriftir og óteljandi kryddblöndur frá öllum heimsins hornum og þá skiptir engu hvort þú ert í tímaþröng eða ekki.
Við hjá Santa Maria tókum ákveðna afstöðu: Við höfnum leiðindum í matargerð!
Við viljum hjálpa fólki að finna aftur gleðina í eldamennskunni. Skref fyrir skref. Piparkorn fyrir piparkorn. Enchilda fyrir enchilda. Máltíð fyrir máltíð.
Með þetta að leiðarljósi mætum við til vinnu hvern dag. Við hættum ekki fyrr en heimurinn smakkast örlítið betur í dag en hann gerði í gær.