Íslandsherferðin
Santa Maria er í herferð: Við höfnum leiðindum í matargerð.
Það er staðföst trú okkar hjá Santa Maria að allir eigi að fá notið góðs matar, hvar sem þeir eru niðurkomnir í veröldinni. Við tókumst nýlega á hendur svaðilför alla leið að eldfjallarannsóknarstöð á Íslandi þar sem alltaf er hætta á umbrotum. Það er skemmst frá því að segja að vísindamennirnir voru ekki lítið kátir með heimsókn okkar í þessa afskekktu stöð þar sem þeir dvelja langdvölum. Þetta var sannkölluð háskaför. Ferðavagn Santa Maria var fluttur langar leiðir um óbyggðir og hásléttur, yfir föll og ísi lögð heiðarvötnin - allt í nafni herferðar okkar gegn leiðindum í matargerð.
Framandi landslag á afskekktum stað
Við fundum út að nokkrir eldfjallafræðingar væru við mikilvæg rannsóknarstörf á lítilli stöð nálægt Heklu.
Ekki einasta fylgir starfi þeirra talsvert erfiði heldur þurfa vísindamennirnir stundum að dvelja langdvölum fjarri fjölskyldu og vinum.
Það er óhætt að segja að mataræði vísindamannanna á þessum afskekkta stað getur orðið heldur fábreytt og maturinn sjálfur lítið spennandi, litlaus og bragðdaufur. Máltíðir snúast þá fyrst og fremst um næringargildi; fæðan á að vera eldsneyti fyrir vinnudaginn fremur en ánægjuleg máltíð. Við hjá Santa Maria njótum þess að taka áskorunum og þar sem herferðin sem við erum í snýst um baráttu gegn leiðindum í matargerð - var niðurstaðan augljós: Við ákváðum að senda vísindamönnunum á Íslandi afar sérstaka sendingu ...
Ferðalag okkar yfir frosna jörð
Ísland er fremur afskekkt land, en þar er að finna eitthvert sérkennilegasta landslag í veröldinni. Stóri ferðavagninn okkar stakk því heldur betur í augu þegar hann birtist í hægum akstri um torfæra fjallavegina.
Vísindamenn fjarri heimahögum
Vísindamennirnir sem stunda rannsóknir við Heklu eru flestir í doktorsnámi í eldfjallafræðum eða líffræði. Þeir nýta sér einstaka landfræðilega legu Íslands og reyna að lesa í jarðfræðilega sögu landsins eitthvað sem skýrir loftlagsbreytingar nútímans. En hvað finnst þessu unga fólki um að vinna svo fjarri heimahögum? Hvaða þæginda að heiman saknar það mest?
Erfiðisvinna í hrjóstrugu umhverfi
Vísindamennirnir verja miklum tíma á vettvangi; dagarnir geta orðið langir og erfiðir, bæði líkamlega og andlega. Þetta unga fólk nýtur þess að sinna störfum sínum en það saknar líka ýmissa þæginda að heiman, t.d. þess að eiga notalegar stundir með fjölskyldu og vinum yfir góðum, heimalöguðum málsverði.
Ógleymanleg heimsókn Santa Maria
Eldfjallafræðingarnir fá ekki margar heimsóknir upp að rótum Heklu. Oftar en ekki finna þeir til mikillar einangrunar þegar leiðangrarnir eru langir. Þeir voru því kampakátir þegar skærrautt Santa Maria farandeldhúsið renndi í hlað!
„En óvænt og dásamlegt! Þvílík lukka að fá svona sendingu þegar maður er búinn að borða meira eða minna sama matinn vikum saman! Ég fékk mér rétt sem var hlaðinn fersku grænmeti, vel kryddaðan og með þessum ómótstæðilega reykkeim. Getum við ekki skipulagt svona heimsóknir vikulega?“ spurði Catherine.